**Eignin er seld en þó með fyrirvara**
Trausti Fasteignasala og Garðar Hólm lgf. og Guðlaug Jóna lgf. kynna:
Bjarta og fallega tveggja herbergja íbúð við í nýlegu lyftuhúsi við Hverfisgötu 85, Reykjavík. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin 46,4 fm. Bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni merkt B057.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Nánari lýsing:Forstofa með fataskápum og parketi á gólfi.
Eldhús er með ljósri innréttingu og innfeldri uppþvottavél. Parket á gólfi.
Borðstofa/Stofa er opið rými við eldhús. Þaðan er útgengt á svalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi er bjart og fallegt með góðum fataskápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með hvítri fallegri innréttingu og speglaskáp. Upphengdu salerni og sturtuaðstöðu með glerskilrúmi. Þvottaaðstaða er á baðherbergi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og að hluta til veggjum.
Geymsla er í sameign.
Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara merkt B057.Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Garðar Hólma, löggiltur fasteignasali s. 899-8811 eða [email protected]
Guðlaug Jóna, löggiltur fasteignasali s. 661-2363 eða [email protected]Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.