Eignin er seld með fyrirvaraTrausti fasteignasala kynnir fallega, vel skipulagða og mikið endurnýjaða fjögurra herbergja 93,4 fm íbúð með sérinngangi á jarðhæð, geymsla í sameign. Upphaflega var íbúðin þriggja herbergja en breytt í fjögurra herbergja.
*****Mælt er með að fólk bóki tíma í síma 8234969*****
*****Hvetjum alla til að virða fjarlægðartakmörk og mæta með grímu******Nánari lýsing á íbúðinni:Gengið er inn um sérinngang í teppalagt anddyri með fatahengi.
Rúmgott hol sem tengir vistarverur íbúðarinnar, fataskápur í holinu, parket á gólfi.
Í íbúðinni eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, fataskápur í öllum, parket á gólfi.
Úr stærsta herberginu er gengið út á skjólgóða og sólríka hellulagða verönd til suðurs.
Baðherbergi er með nýlegri innréttingu og vaski, flísar á gólfi og vegg, er með opnanlegu fagi, baðkar með sturtuhaus.
Eldhús er rúmgott og með mjög góðu skápaplássi, nýlega allt uppgert, parket á gólfi.
Stofan er stór og björt, parket á gólfi.
Í sameign er geymsla íbúðarinnar, sameiginlegt þvottahús, gengið inn í sameign út frá íbúð.
Nýlegar framkvæmdir samkvæmt seljanda:Upphaflegt eldhús fært og búið til svefnherbergi 2016-17
Eldhús endurnýjað árið 2016-17
Dregið var nýtt rafmagn í íbúðina og settir nýir tenglar árið 2016-17
Ný rafmagnstafla í eldhúsi árið 2016-17
Nýr vaskur á baði árið 2016-17
Nýtt parket lagt á íbúðina og nýtt teppi í anddyri árið 2016-17
Hurðaop voru stækkuð og nýjar hurðir settar árið 2016-17
Skápar, kommóður og spegill í íbúð nýtt frá árinu 2016-17
Sett eldvarnarhurð inn í sameign árið 2016-17
Húsið steypu- og sprunguviðgert og skipt um jarðveg í innkeyrslu árið 2015
Skólp endurnýað að hluta og nýr gluggi í þvottahús árið 2015
Nýtt iðnaðargólf sett í þvottahúsi í sameign árið 2014
Þak yfirfarið og endurnýað sem þurfti og gert ráð fyrir hitalögn í bílastæði árið 2012
Gler endurnýjað í íbúðinni að hluta árið 2011
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Einar Örn Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 8234969 eða á netfanginu
[email protected]Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.