EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN
Björt og falleg efri sérhæð og ris með sérinngangi í steinsteyptu þríbýli auk bílskúrs við Auðarstræti í Reykjavík í Norðurmýrinni. Í eigninni eru í dag þrjú rúmgóð svefnherbergi en hægt væri að fjölga þeim auðveldlega. Tvennar mjög rúmgóðar stofur og tvenn salerni eru í eigninni. Frístandandi bílskúr sem hægt er að breyta í íbúð.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 165,3 fm. og þar af er bílskúr 28,5 fm. Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Stigi liggur upp á hæðina með kókósteppi.
Stigapallur með góðu skápaplássi og teppi á gólfi.
Hol/gangur einstaklega rúmgott með innbyggðri lýsingu og flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa mjög rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Útgengt er út á svalir úr stofunni.
Eldhús er einkar sjarmerandi, elshúkrókur, helluborð með gasi og rafmagni, tengi fyrir uppþvottavél, gufugleypir og flísar á gólfi.
Hjónaherbergi er bjart og rúmgott með miklu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi nýlega uppgert með sturtuklefa, upphengt salerni, skápur, gluggi og múrað.
RisKomið er upp í opið rými með þakgluggum sem í dag er nýtt sem sjónvarpsrými.
Herbergi mjög rúmgott með þakgluggum og parket á gólfi.
Gestasalerni með þakglugga og flísar á gólfi.
Risið er að hluta undir súð og því töluvert stærra en skráðir fermetrar hjá FMR segja til um. Rýmið er hægt að nýta á margan hátt og bæta við herbergi.
Bílskúr er djúpur með rafmagni og hita. Útbúin hefur verið íbúð í bílskúrnum við hliðina á og því miklir möguleikar.
Í kjallara er þvottahús þar sem hver íbúð er með sitt tengi.
Eigninni fylgir útigeymsla og hlutdeild í sameign og sameiginlegu þvottahúsi.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 8995949 eöa á netfanginu [email protected] eða Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 8673040 eða á netfanginu [email protected] Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.