Kristján Baldursson hdl.

löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari
Vegmúla 4, 108 Reykjavík 546-5050
Kambsvegur 18, 104 Reykjavík (Vogar)
89.900.000 Kr.
Fjölbýli
5 herb.
149 m2
89.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1956
Brunabótamat
46.790.000
Fasteignamat
62.000.000

Falleg og mikið endurnýjuð eign ásamt stúdíóíbúð á besta stað í Vogunum, við Kambsveg 18. 

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð 113,4 fm og bílskúr sem hefur verið breytt í stúdíóíbúð skráð 36,0 fm.


Nánari lýsing eignar:
Komið er inn á anddyri með stórum fatskáp inn af. Sérinngangur. 
Þaðan er komið inn í opið alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu.
Eldhúsið er með nýrri hvítri innréttingu, plexigler á milli skápa, nýtt span helluborð og nýr ofn. Gólfefni alrýmis eru steinaðar parketflísar með kork undirlagi sem tryggir aukna hljóðeinangrun og hita. 
Alrýmið er bjart og með glugga á þrjá vegu. 
Svefnherbergisgangur þar sem eru fjögur svefnherbergi og baðherbergi, en gólfefni vantar á herbergin. Einu barnaherberginu hefur verið breytt í fataherbergi sem auðvelt er að breyta í herbergi einungis með því að taka niður skápa. 
Baðherbergið er með nýjum innréttingum og flísalagt. Flísarnar voru málaðar nýlega. 
Af svefnherbergisgangi er stigi niður í rúmgott þvottahús og geymslu og þaðan er útgengt út í garðinn.
Undir útitröppum er köld geymsla sem tilheyrir íbúðinni. 
Bílskúrnum hefur verið breytt í stúdíóíbúð og er í útleigu, góðar leigutekjur. Stúdíóíbúðin er laus til útleigu við afhendingu. 
Bílastæði fyrir framan skúr sem rúmar þrjá bíla. 
Fallegur gróinn garður þar sem leiksvæði er beint fyrir aftan.
Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla.

Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð af núverandi eiganda, sett upp nýtt eldhús og nýjar innréttingar á baði, rafmagn nýtt og ný rafmagnstafla. Gólfefni er nýtt en það á eftir að setja gólfefni á herbergin. 

Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða með tölvupósti á [email protected], eða hjá Kristjáni Baldurssyni lgfs á [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.