Rúmgóð og björt 4ra herbergja endaíbúð á efstu hæð og bílskúr við Hjarðarhaga í 107 Reykjavík. Tvær samliggjandi stofur og er hægt að nýta aðra sem herbergi. Baðherbergi með glugga og nýlega uppgert.
Eignin er skráð Skv. Þjóðskrá Íslands alls 126fm. og þar af er bílskúr skráður 24,5fm. Geymslur eru ekki inn í fermetratölu íbúðar.
Nánari lýsing:Anddyri með fatahengi, gott skápapláss og parket á gólfi.
Gangur með innbyggðum skáp og parketi á gólfi. Við enda gangsins eru svalir til austurs.
Stofur eru tvær og eru báðar mjög rúmgóðar og bjartar með parketi á gólfi. Stofur íbúðar eru samliggjandi með fallegri rennihurð og með sér innganghurðum og því hefur víða önnur stofan verið nýtt sem herbergi,
Eldhús mjög rúmgott með snyrtilegri upprunalegri innréttingu, borðkrókur, flísar á milli skápa, helluborð, ofn, vifta og parket á gólfi.
Hjónaherbergi með innbyggðum skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, gluggi, nýjar flísar upp á miðjan vegg, ný innrétting, ný blöndunartæki frá Grohe, nýtt upphengt salerni og nýjar flísar á gólfi.
Geymslur eru þrjár í kjallara (ein ca. 1 fm, önnur ca. 1,3 fm og svo ca. 3,5 fm) sem ekki eru inn í fermetrratöli eignarinnar.
Bílskúr sem er annar frá hægri er með nýlegri bílskúrshurð með hurðaropnara, upphitaður, rafmagn og heitt og kalt vatn. Bílskúrinn er útleigu í dag.
Sameign er snyrtileg og góð í kjallara er sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi og hjóla og vagnageymsla.
Skólplagnir voru endurnýjaðar 2011 til 2012.
Rafmagnstöflur í sameign var endurnýjaðar 2018-2019 og þá voru settar upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Lagt var fyrir tveim tvöföldum stöðvum og ein sett upp. Stöðin er þjónustuð af Ísorku.
Skipt um pappa og þakjárn sumarið 2020 og þá var einangrun yfir plötu í 62 og 64 endurnýjuð.
Skipt var um glugga á suðurhlið (stofu og borðstofu/herbergi í endaíbúðum) sumarið 2022. Skipt verður um glugga á gafli hússins (herbergjum íbúðar) í sumar 2023.
Stutt í alla helstu þjónustu og skóla.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899-5949 eða á netfanginu [email protected] Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.