Björt og falleg 4ra - 5 herbergja íbúð á þriðju hæð í fallegu lyftuhúsi. Aukin lofthæð, gólfsíðir gluggar, tvennar svalir og stæði í bílageymslu. Fallegar samstæðar eikarinnréttingar, parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni yfir Urriðavatn. Urriðaholtið er vistvænt hverfi og vel staðsett með tilliti til allrar þjónustu, skóla og leikskóla. Sjón er sögu ríkari, hér er falleg eign á ferðinni sem vert er að skoða. Nánari lýsing eignar:Forstofa: parket, stór skáparými og útgangur út á suðursvalir.
Hol/gangur: parket.
Snyrting: flísalagt í hólf og gólf, vegghengt klósett og hvít innrétting við vask.
Þvottahús: flísalagt, skolvaskur.
Sjónvarpsherbergi: parketlagt með góðum glugga (möguleiki að breyta í svefnherbergi).
Svefnherbergi l: parketlagt með fataskápum.
Svefnherbergi ll: parketlagt með fataskápum.
Svefnherbergi lll: parketlagt með fataskápum.
Baðherbergi: flísalagt (gólf og veggir), vegghengt klósett, stór hvít innrétting með vask og góð sturta. Tveir góðir gluggar á baði.
Eldhús: parketlagt með fallegri innréttingu (eik með hvítu), eyja með borðkrók. Eldhús er opið við stofu.
Stofa/Borðstofa: parketlögð með útgang út á 13,9 fermetra
svalir með glerlokun.
Sameign: snyrtileg, góð 10,5 fermetra sérgeymsla og sérmerkt
bílastæði í bílskýli.
Húsið að utan lítur vel út og er snyrtilegt. Lóðin er að hluta ófrágengin.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í helstu þjónustu og falleg útivistarsvæði.
Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson lgfs í síma 896-6020 eða á netfanginu [email protected] eða Inga Reynis í síma 820-1903 á netfanginu [email protected]. Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.