Valhallarbraut 741 í Reykjanesbæ er íbúðarhúsnæði á 3 hæðum sem byggt var árið 1992 og hefur allt húsið verið endurnýjað að innan. Íbúðirnar eru lausar við kaupsamning.
Nýjar fullbúnar 2ja herbergja íbúðir með möguleika á HLUTDEILDARLÁNI. Eignin skiptist í anddyri, rúmgóða stofu í opnu rými við eldhús, svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Ísskápur og uppþvottavél frá Rafha fylgja öllum eignum í húsinu. Innréttingar eru frá IKEA, hurðir og kerfisloft frá Parka og gólfefni frá BYKO.
SMELLTU HÉR TIL ÞESS AÐ FÁ UPPLÝSINGAR UM HLUTDEILDARLÁN
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 42,9fm og þar af er geymsla 1,4fm.
Nánari lýsing:Anddyri með fataskáp og parketi á gólfi.
Stofa björt og rúmgóð með parketi á gólfi.
Eldhús er í opnu rými við stofu, hvítar eldhúsinnréttingar með gráum borðplötum. Ísskápur, spanhelluborð, uppþvottavél og ofn fylgir allt með eigninni.
Svefnherbergi rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi með innangengri sturtu, hvít innrétting, upphengt salerni frá Tengi, handklæðaofn, flísar á gólfum og að hluta veggjum. Tengi er fyrir þvottavél.
Geymsla er í sameign á jarðhæð.
Gert er ráð fyrir 2
bílastæðum á hverja íbúð.
Íbúðirnar eru á Ásbrú sem er ört stækkandi samfélag á Suðurnesjum og stutt er í alla þjónustu og skóla. Einungis er um 30-40 mínútna akstur frá Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar veita
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu [email protected]
Inga Reynis löggiltur fasteignasali í síma 820-1903 eða á netfanginu [email protected]
Aðalsteinn Jón Bergdal löggiltur fasteignasali í síma 767-0777 eða á netfanginu [email protected]
Dana Gunnarsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala í síma 6981879 eða á netfanginu [email protected]Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.